Nízhníj Novgorod
Útlit
Nízhníj Novgorod (Ни́жний Но́вгород á rússnesku) eða Nízhníj í daglegu tali, er höfuðborg Volga-héraðs og Nízhníj-Novgorodfylkis í Rússlandi. Frá 1932 til 1990, hét borgin Gorkíj (Го́рький), eftir rithöfundinum Maksím Gorkíj.
Íbúar eru um 1,25 milljónir (2010). Nízhníj er á mótum Oka-fljóts og Volgu. Fljótaferðamennska er mikilvæg atvinnugrein.
Borgin varð fyrir miklum loftárásum í seinni heimsstyrjöld 1941-1943 þegar Þjóðverjar gerðu þar loftárásir vegna hernaðarframleiðslu þar. Vegna hernaðarmikilvægi borgarinnar var hún lokuð útlendingum á tímum Sovétríkjanna.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Nízhníj Novgorod.
- Fyrirmynd greinarinnar var „Nizhny Novgorod“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 25. jan. 2019.